Umsagnir

Laugadalslaug
Sundlaugar Reykjavíkur hafa verið að prófa sig áfram með Bacoban og Biosativa. Þar á bæ eru menn hæst ánægðir og sjá fram á mun betri sóttvarnir, auðveldari þrif, sparnað í vörukaupum, innkaup á færri efnum (einföldum) og mun færri vinnustundum í þrif. Ekki síst tryggja betur öryggi starfsmanna og sundlaugagesta.

Hérna má sjá póst frá þeim aðila sem gerði prófanir í Laugardalslaug. - Við tókum eftir gífurlegum mun á lykt. Við vinnum þar sem er mikill raki og skiptir því miklu máli. Á meðan klórlykt gat setið lengi í blautrýmum eftir þrif skilur bacoban eftir góðan og ferskan ilm sem ertir ekki.

- Magn: Mikið minni eyðsla á efni, bacobanið er gífurlega drjúgt og því nýtingin einstaklega góð.

- Okkur hefur gengið mun betur að viðhalda mottunum hreinum og höfum við ekki lent í þungri lykt af þeim síðan við byrjuðum að nota biosativuna á þær. - Þrif hafa reynst auðveldari og fljótlegri.

- Þar sem húðfita myndast á stöðum þar sem er mikil traffík hefur biosativan og svo bacobanið yfir.

- Við þrif á svæðum eins og gufubaði þar sem er mikill hiti og raki hefur þetta reynst okkur mjög vel - viðskiptavinir og starfsmenn finna ekki fyrir kemískri lykt þegar þeir koma inn eftir sótthreinsun.

-Við munum prófa að hætta sýruþvotti á blautrýmum sem mun spara mikið varðandi viðhald og endurnýjun á þeim rýmum.

- Staðfestar vottanir frá löggiltum stofnunum um að Bacoban veiti 10 daga vörn gegn myglu, vírusum og veirum. Þetta tryggir betur að allt umhverfi sundlaugagesta og okkar starfsfólks verði mun heilsusamlegra og öruggara.

Við erum hæst ánægð með þessar vörur svo á margan hátt og mælum heilshugar með þeim.

Björn Pálsson, vaktstjóri Laugardalslaugar

Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar og Sundhallarinnar.  

 

 Smáralind

 Sveinn Stefánsson, þjónustustjóri Smáralindar

Í upphafi Covid faraldurs var allur þungi settur á það að vernda viðskiptavinir Smáralindar með stórauknum þrifum og sótthreinsun á snertiflötum. Við byrjuðum að nota Bacoban í miðjum faraldri enda heillaði þrifeiginleiki efnisins sem og sú langtímasótthreinsun sem efnið veitir. Við notum Bacoban daglega til að þrífa og sótthreinsa alla snertifleti Smáralindar, salerni, handrið, handföng, lyftur og annað sem þrifið er daglega og jafnvel oft á dag.

 

Notkun efnisins gerir okkur kleift að sótthreinsa einu sinni á dag í stað 10 til 15 sinnum á dag eins og við gerðum í upphafi faraldursins. Til að sannreyna virkni Bacoban höfum við tekið strokusýni og reyndust þau standast allar þær kröfur sem við höfðum sem og öll loforð um sótthreinsieiginleika efnisins. Við munum til framtíðar halda áfram að nota Bacoban við þrif á Smáralind enda gríðarlega ánægð með virkni og eiginleika efnisins.

Vaka ehf.Vaka ehf hefur nú verið að nota Biosativa um nokkurn tíma og hefur virknin farið fram úr öllum vonum.

 

Hér er umsögn frá þeim.

Valdemar verkstjóri: Biosativa er hreint út sagt ótrúlegt. Þetta er búið að bjarga okkur algjörlega í okkar starfsemi sem er mjög víðtæk hvað varðar rif og þjónustu í kring um bíla og önnur tæki til úreltingar og endurnýtingar. Biosativa hefur gert okkur kleift að standa undir þeim gæðastöðlum og reglugerðum sem okkur er gert að fara eftir samkvæmt starfsleyfi. Við mælum eindregið með þessu undra efni til þrifa og olíuhreinsunar sem er að auki 100% náttúruvænt í þokkabót.

 

Stefán Stefánsson Matreiðslumeistari

Maður með 50 ára matseld á ferilskráni og núverandi yfirmaður mötuneytis í Hólabrekkuskóla, hvað hefur hann að segja um Bacoban til að þrífa og sótthreinsa matsal og eldhús skólans sem og aðra snertifleti skólans.

Við kynningu á Bacoban um eiginleika efnisins var það eitt sem koma í huga mér, þetta er of gott til að vera satt, þrífa og sótthreinsa með sama efninu og sótthreinsieiginleikinn virkar í 10 daga. Ég steig á bak og prófaði og sé ekki eftir því. Efnið hefur auðveldað öll þrif og maður er ekki með sprittið allar mínútur að sótthreinsa lengur. Núna er ég einfaldlega með eitt efni fyrir þrif og sótthreinsanir.

Gistiþjónustan Staðarhóli.

Ótrúlega mikil einföldun í þrifum, eitt efni í flest þrif og það sem meira er að það þrífur betur en þau efni sem notuð voru áður hjá gistiþjónustunni á Staðarhóli.