Frí heimsending ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr

Leiðbeiningar

Bacoban tilbúið til notkunar má spreyja beint á flötinn eða í tusku til þrifa.

Bacoban óblandað skal blanda í vatn 1% sem er 1:100 blanda.

Dreifið vökva jafnt yfir flötinn með þunnu lagi, tryggið að allt yfirborð flatar sé hjúpað. Þurrka svo yfir með klút. 

 

Æskilegt er að nota blandað Bacoban innan sama dags til að tryggja langvarandi sótthreinsieiginleika.

 

Eftir að Bacoban er borið á myndast himna þegar þornar (ósýnileg nanohúð) sem verndar gegn myglu, vírusum og veirum í a.m.k 10 daga. Lengur á flötum sem sjaldan eru snertir. Auðveldar þrif til framtíðar og ver viðkvæm efni gegn vökva og óhreinindum (t.d. marmara og við).

 

Vatnsblandað Bacoban er náttúruvæn lausn. Nota skal samt hanska og gætið varfærni varðandi snertingu við húð. Ef efnið berst í augu skal skola vel með vatni, - fjarlægið augnlinsur séu þær til staðar.

 

Þótt Bacoban sé yfir 99% vatn getur það valdið ofnæmi og ertingu á húð. Notið Bacoban ekki með öðrum efnum. Hafa skal samband við lækni ef vart verður við óeðlileg einkenni.

Bacoban er einfalt í notkun

Bacoban skal nota eins og hvert annað hreinsiefni. Bacoban er hannað til allra almennra þrífa og skúringa. Má notast á alla yfirborðsfleti og textilefni eins og sófasett, rúmdýnur og púða eða í bílinn. Tilvalið til þrifa á baðherberginu og í eldhúsinu. Má notast í kringum matvæli og þar með vélar og tól til matargerðar. Bacoban skilur eftir sig ósýnilega, þunna nano-himnu sem sótthreinsar í allt að 10 daga á eftir og gerir næstu þrifi auðveldari. Spreyja skal beint á yfirborðið eða í tusku til að þrífa. Fyrir textilefni og teppi skal spreyja beint í efnið og nudda svo með lófanum eða tusku inn í efnið og láta þorna. Þegar um ljóst eða viðkvæmt efni er að ræða er gott að gera litla prufu fyrst. Á spegla og gler getur myndast smá regnbogaáferð. Þá skal bíða í smástund eftir að þrifið var og þurrka svo létt yfir með mjúkri tusku til að þurrka og pússa móðuna af aftur. Bacoban eyðir líka myglu og sveppamyndunum í híbýlum.

Eftir íblöndun kostar Bacoban 127-140 kr/ltr. 3 fyrir 1 þrífur, sótthreinsar í 10 daga og myndar verndarhúð